Che Guevara

Í dag eru 40 ár síðan að Che Guevara var tekinn af lífi í Bolívíu . Síðast liðið haust vorum við Drífa að láta okkur dreyma um að fara til Kúbu og mæta á torgið í dag í Santa Clara . Við vorum orðin nokkuð viss um að skella okkur en eins og venjulega þá hafði maður víst ekki efni á þessum pakka , en það kemur dagur eftir þennan dag og þá fer maður með húfuna og nýju myndavélina til Kúbu.

Úr "Bókin um Che"

" Snemma í október 1967, eftir ellefu mánaða baráttu í Bólivíu , voru skæruliðar Che Guevara orðnir sjúkir og veikburða . Aðeins 17 voru þá eftir og lítil von til að þeir kæmust af. Uppljóstrar gáfu bólivíska hernum skýrslur um ferðir þeirra og það var tímaspursmál hvenær þeir yrðu leiddir í gildru.

Þann 7. október var lið Che á leið um djúpt gil , en fáum dögum fyrr hafði það skipst á skotum við bólivíska hermenn. Daginn eftir voru þeir ginntir í sjálfheldu í þröngru gljúfri og eina vonin um undankomu var að skjóta sér leið út . Í bardaganum fékk Che skot í vinstri kálfann og önnur kúla eyðilagði riffilinn hans . Vopnlaus og særður reyndi hann að komast burt á flótta en var tekinn til fanga ásamt liðsmanni sínum frá Bólivíu , Simón Cuba.

Farið var með þá til borgarinnar La Higuera . Che var yfirheyrður af bólivíska fylkisstjóranum Andrés Selich og daginn eftir , 9. október , af CIA - Njósnaranum Felix Rodriguez sem var kúbverskur útlagi . Í skýrslum beggja manna kemur fram að Che hafi ögrað þeim og sagst viss um að byltingin myndi sigra í löndum Ameríku. Boð komu frá háttsettum valdsmönnum í La Paz um að Che skyldi tekinn af lífi . Hann var skotinn til bana kl. 1 eftir hádegi 9. október 1967

Herforingjarnir óttuðust áhrif Che jafnvel eftir dauðann og skipuðu svo fyrir að hann og aðrir myrtir skæruliðar skyldu jarðaðir með leynd þó svo að þeir segðust hafa brennt líkið .

Þrjátíu árum seinna fundust líkamleifar Che í gröf nærri Vallegrande í Bólivíu . Þeim var skilað til Kúbu og hvíla þær nú í grafhýsi sem reist var honum til heiðurs á torginu í Santa Clara , borginni sem hann vann í lokaátökum byltingarinnar á Kúbu "

Á meðan Che var í Bólivíu hélt hann dagbók um ferðir sínar, Bolivian Diary. Hófst hún 7. nóvember og náði til 7. október, daginn áður en hann var handsamaður. Che Guevara, eða Ernesto „Che” Guevara de la Serna, fæddist 14. júní 1928 . Hann var skotinn 9. október 1967, aðeins 39 ára gamall. Hans síðustu orð voru "I know you've come to kill me. Shoot, coward, you're only going to kill a man."

 

Meira má lesa á http://en.wikipedia.org/wiki/Che_Guevara

 ggs


mbl.is Che Guevara minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband