Ég er mikill James Bond aðdáandi . Ég hef sankað að mér öllum myndunum sem gefnar hafa verið út á VHS , þar með talið Casino Royale frá 1954 í svarthvítri útgáfu og er hún líklegast merkilegasti hlutinn í Bond safninu mínu .
Þetta er mynd sem líklegast örfáir hafa séð en þó eru eflaust margir sem hana vilja sjá . Vinur minn sá hana á markaði á Englandi fyrir mörgum árum og "lánaði" mér hana í safnið mitt og þar sem ég er búinn að vera með hana í meira en 3 ár , þá er hún orðin mín eign í dag - Takk Árni.
Á morgun 16. apríl hefði Robert Haakon Nielsen eða Barry Nelson eins og hann kallaði sig orðið 90 ára .
Barry Nelson var fyrsti leikarinn til að leika James Bond á hvíta tjaldinu, en hann túlkaði hlutverk 007 í Casino Royale útgáfunni frá 1954.
Þar með fyrsti Bondinn fallinn frá .
RIP
Fyrsti Bond-leikarinn látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 15.4.2007 | 15:58 (breytt kl. 15:58) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.