Færsluflokkur: Bloggar
Djöfull lýst mér vel á þessa hugmynd . Það er óskandi að einhver af þeim sjónvarpstöðvum sem hér eru keypti sýningarréttinn á þessum þáttum .
Hvernig væri að setja upp undirskriftalista og senda hann svo á sjónvarpstöðvarnar ?
Bruce Lee klikkar aldrei . Þegar að ég var polli horfði ég mikið á myndirnar hans og sat stjarfur fyrir framan imban og hreyfði hendur og fætur í takt við kappann og gaf frá mér ýmishljóð , öðrum fjölskyldu meðlimum eflaust til mikillar "gleði"
... það er spurning hvort að maður eigi að setja eina í vídeótækið í kveld og æfa sig í Kung Fu hljóðunum ?
Kínverjar minnast Bruce Lee í nýjum sjónvarpsþáttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.4.2007 | 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fljótlega eftir að dómarinn flautaði til leiks hófst niðurlægingin . Michael Carrick skoraði fyrsta markið á 11 mínútu , Alan Smith var næstur á þeirri 17 , Rooney tveimur mínútum seinna og líklega besti knattspyrnumaður í heimi rétt fyrir lok fyrri hálfleiks . Staðan því 4-0 í hálfleik , Manchester United í vil .
Rómverjar gengu niðurlútir til búningsherbergja á meðan United menn brostu út að eyrum og sérstaklega Sir Alex.
Seinni hálfleikur byrjaði af krafti . Hinn eitursnjalli Cristiano Ronaldo skoraði sitt annað mark á 49 mínútu og staðan orðin því 5-0 . Michael Carrick skoraði svo mark leiksins á 60 mínútu þegar hann skaut bylmingskoti fyrir utan teig upp í samskeytin og átti hinn skrautlegi Doni ekki séns , enda kominn í enn eina skógarferðina .
Pastaheilarnir úr Rómarborg náðu þó að klóra aðeins í bakkann með því að minnka muninn í 6-1 þegar að rúmar 20 mínútur voru eftir en United menn voru ekki hættir því að Evra negldi síðasta naglann í kistu Rómverja þegar að hann átti gott skot fyrir utan teig sem fór í stöngina og inn .
Þvílík unun að horfa á þennan leik. Rómverjar áttu bara ekki séns í Manchester United frá fyrstu mínútu , á tímabili var einungis eitt lið á leikvangi draumana og það voru heimamenn . Rómverjar sem mættu með betri stöðu á leikvang draumanna fengu ekki draum sinn rættan , heldur gengur þeir á brott með martröð og mikla niðurlægingu.
Ef að ég væri Francesco Totti þá myndi ég sækja um pólitískt hæli sem flóttamaður í Frakkandi . Ég færi ekki heim á Ítalíu . Totti sparaði ekki stóru orðin fyrir leiki liðsins um sitt eigið ágæti . Sá fékk að éta þau orð ofan í sig eins og sannur ítali étur spaghetti.
Man.Utd. rótburstaði Roma, 7:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.4.2007 | 22:18 (breytt kl. 23:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)